Flugumyri.com » Heim » Hestaferðir og hestaleiga


Hestaferðir í Skagafirði


Hestaferðir frá 1 klst. til lengri ferða um nágrenni Flugumýrar:
Við bjóðum uppá hestaferðir, allt frá klukkustundarferð til lengri ferða um nágrennið staðarins
Leiðsögn byggist á grunnreiðkennslu og fræðslu um hestinn sem og fræðslu um sögu staðarins. 
Riðið er um merkar söguslóðir sem varðveist hafa frá því um 1253 en þá var eitt mesta níðingsverk Sturlungaaldar framið, er veist var að Gissuri Þorvaldssyni og bær hans brenndur á meðan brúðkaupsveisla stóð þar yfir.


Klukkustundarferð:
Leiðsögn byggist á grunnreiðkennslu og fræðslu um hestinn.

Tveggja klukkustunda ferð:
Leiðsögn byggir á grunnreiðkennslu og fræðslu um hestinn. Riðið er um söguslóðir.

Hálfsdagsferð á hestbaki:
Innifalin er grunnreiðkennsla og fræðsla um hestinn.
Riðið er um merkar söguslóðir og saga staðarins rakin.

Einnig er hægt að panta hálfsdagsferð og léttan hádegisverð á eftir þ.e. súpu, salöt og brauð.

Dagsferð á hestbaki:
Lagt er af stað um kl. 10 og komið heim síðdegis.
Innifalin er leiðsögn sem byggist á grunnreiðkennslu og fræðslu um hestinn.
Þá er einnig farið um söguslóðir og saga staðarins rakin.
Innifalið er nesti sem er snætt úti í náttúrunni og þegar heim er komið er boðið upp á kaffi, te og meðlæti.

Vinsamlegast hafið samband við heimilisfólkið á Flugumýri til að fá upplýsingar um verð og pantanir á hestaleigu.